Ævintýragrunnur

Ævintýragrunnurinn er gagnagrunnur yfir útgefin ævintýri og felur í sér upplýsingar um rúmlega 550 tilbrigði íslenskra ævintýra, nú þegar grunnurinn hefur verið gerður aðgengilegur og leitarbær árið 2016. Fyrir liggur að uppfæra gagnagrunninn reglulega og bæta í hann upplýsingum eftir því sem nýjar útgáfur bætast við. Enn sem komið er nær skráningin ekki til þýðinga íslenskra ævintýra yfir á erlend mál, nema í þeim tilvikum þar sem tiltekin ævintýri voru fyrst gefin út í erlendri þýðingu, svo sem í söfnum þeirra Konrads Maurer, Isländische Volkssagen der Gegenwart, frá 1860 og Adeline Rittershaus, Die neuisländischen Volksmärchen, frá 1902, sem og útgáfu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar á ævintýrum Herdísar Jónasdóttur í samnorræna ritinu All the World’s Reward frá árinu 1999. Tvö þessara safna hafa nú verið þýdd eða endurútgefin á íslensku (sjá Rósa Þorsteinsdóttir 2012; Maurer 2015). Þá hafa hvorki verið skráð upplesin ævintýri á hljóðbókum, snældum, hljómplötum eða geisladiskum, né þau sem birst hafa á netinu, en í slíkum tilvikum er langoftast um að ræða birtingar eftir þegar útgefnum og prentuðum textum.

Grunnurinn hefur að geyma bókfræðilegar upplýsingar fyrir hvert ævintýri fyrir sig ásamt upplýsingum um endurútgáfur, ef við á. Þá er einnig að finna upplýsingar um heimildarmenn og skrásetjara sem og þá frumheimild sem ævintýrið er upphaflega sótt í, þ.e. safnmark handrits eða segulbands. Að auki hafa verið færðar inn frekari skýringar eða tilvísanir í önnur rit, sem gert er ráð fyrir að muni nýtast við rannsóknir. Að lokum má kalla fram útdrátt úr hverju ævintýri og eru þeir flestir ítarlegir. Leitast var við að nefna öll þau efnisatriði sem fyrir koma í hverju ævintýri fyrir sig, og segja má að útdrættirnir komi að nokkru leyti í staðinn fyrir efnisorðaskrá.

Í fjölmörgum tilvikum hefur upplýsingum um AT/ATU-númer verið bætt við, samkvæmt eftirfarandi gerðaskrám: a) Antii Aarne og Stith Thompson. The Types of the Folktale. FF Communications, No. 184. Academia Scientiarum Fennica. Helsinki, 1961. [Nýrri skrá, ATU: Hans-Jörg Uther. The Types of International Folktales I–III. FF Communications, No. 284–6. Academia Scientiarum Fennica. Helsinki, 2004.] b) Einar Ól. Sveinsson. Verzeichnis Isländischer Märchenvarianten. FF Communications, No. 83. Academia Scientiarum Fennica. Helsinki, 1929. Númer samkvæmt gerðagreiningu Einars Ólafs eru auðkennd með upphafsstöfum hans innan sviga (EÓS). Beri þeim ekki saman við númer AT-skrárinnar, hafa þau verið leiðrétt m.t.t. leiðréttingaskrár í Aarne-Thompson (1961: 542).

Mögulegar leiðir til að byggja á gagnagrunninum og stækka hann eru ýmsir, og t.d. mætti:

  • Bæta við minnanúmerum, þ.e. númerum samkvæmt minnaskrá þjóðsagna: Stith Thompson. Motif-index of Folk-literature 1–6. Rosenkilde and Bagger. Copenhagen, 1955–1958 [1932–1936].
  • Samkvæmt Verzeichnis Isländischen Märchenvarianten eftir Einar Ól. Sveinsson eru til fleiri uppskriftir ævintýra en þau sem nefnd eru í skránni. Flestar þeirra eru líklega óprentaðar, en e.t.v. mætti athuga það nánar.
  • Bæta við upplýsingum um þýðingar íslenskra ævintýra yfir á erlend mál.
  • Bæta við upplýsingum um efni sem hefur verið sett inn á internetið.

Í stærstu söfnunum, svo sem þeirra Jóns Árnasonar og Sigfúsar Sigfússonar, hafa ævintýrin verið prentuð undir sérstökum flokkum, svo sem stjúpusögum, ævintýrum um vonda ættingja o.s.frv. Í gagnagrunninum er vísað í þessa flokka sem vitnisburð um viðleitni viðkomandi safnenda/útgefenda til að flokka efnið niður.

Einstaka sögur eru tvískráðar, en í slíkum tilfellum er ávallt um að ræða talsverðan orðamun, jafnvel þótt útgefendur styðjist við sama handrit.

Heimildarmenn og skrásetjarar

Upplýsingar um heimildarmenn og skrásetjara eru sóttar í viðkomandi þjóðsagnasöfn, séu þær fyrir hendi. Slíkar upplýsingar eru þó ekki alltaf óskeikular, sérstaklega með tilliti til hlutverks viðkomandi í varðveislunni. Í langstærsta safninu, Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum sem Jón Árnason safnaði um miðja 19. öld, eru skrásetjarar og heimildarmenn aðgreindir í tveimur listum (sbr. Jón Árnason 1954–61: VI 45–50). Í örfáum tilvikum er sömu manna getið á báðum listunum. Eðlilega kemur það oft fyrir að skrásetjari skrái eftir eigin minningum en ekki annarra, og hlýtur hann þar af leiðandi að mega teljast til skrásetjara jafnt sem heimildarmanns. Mörkin hljóta þó oft að vera óljós, og vitað er að sumir þeirra sem skrásettu sögur eftir frásögn annarra lögðuðu þær heilmikið til, þ.e. settu sitt eigið mark á endanlegan texta.

Þessi óljósu mörk skrásetjara og heimildarmanna geta í vissum tilvikum leitt til ónákvæmni í skráningu, og í sumum tilvikum eru þeir sem sendu Jóni Árnasyni sögur skráðir sem heimildarmenn (þ.e. sem skrásetjarar og heimildarmenn) þar sem heimildarmanna er ekki sérstaklega getið (28 manns). Könnun á kynjahlutfalli þessara tveggja hópa er því ómarktæk að svo stöddu.

Skráð söfn

Skráð ævintýri eru a) annað hvort flokkuð sem ævintýri í þjóðsagnasöfnunum sjálfum, eða b) tekin úr óflokkuðum söfnum, en eru þó engu að síður ævintýri að mati ritstjóra. Stuðst er við eftirfarandi þjóðsagnasöfn:

Árni Bjarnason (útg.). 1949. Að vestan I–II. Akureyri: Norðri.
Ásdís Ólafsdóttir. 1991. Úr sagnabrunni: Þjóðsögur, sagnir og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur. Guðrún Reykdal og Þ. Ragnar Jónasson (útg.). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Ásmundur Helgason frá Bjargi. 1947. Æfintýri og sögur. Reykjavík: Ísafold.
Bjarni Einarsson (útg.). 1955. Munnmælasögur 17. aldar. Safn Árna Magnússonar. Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn.
Björn Bjarnason frá Viðfirði. 1900–3. Sagnakver I–II. Ísafjörður: Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar.
Björn R. Stefánsson. 1926. Sex þjóðsögur. Reykjavík: Ársæll Árnason.
Bragi Sveinsson og Jóhann Sveinsson frá Flögu (útg.). 1945. Sópdyngja: Þjóðsögur, alþýðlegur fróðleikur og skemmtan I. Reykjavík: Víkingsútgáfan.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1953. Tillag til alþýðlegra fornfræða. Reykjavík: Guðni Jónsson (útg.). Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
Einar Guðmundsson. 1932–47. Íslenzkar þjóðsögur I–V. Reykjavík: Leiftur. 2. útg. 1. bindis 1944.
Einar Guðmundsson. 1981–82. Þjóðsögur og þættir I–II. Hafnarfjörður: Skuggsjá.
Einar Ól. Sveinsson. 1944. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Reykjavík: Leiftur. 2. útg. 1951.
Guðmundur Jónsson Hoffell. 1945. Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir. Reykjavík: Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson. Endurpr. 1946; 2. útg endurskoðuð 2009. Reykjavík: Skrudda.
Hallfreður Örn Eiríksson (útg.). 1986. Íslensk úrvalsævintýri. Reykjavík: Mál og Menning.
Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Franzdóttir. 2012. Sögur úr Vesturheimi. Gísli Sigurðsson (útg.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Hallfreður Örn Eiríksson. 1999. Tales from Húsafell, Iceland (1966–1967). All the Worlds Reward: Folktales told by Five Scandinavian Storytellers. Reimund Kvideland og Henningbr/> Sehmsdorf (ritstj.). Seattle: University of Washington Press.
Hlini kóngsson og fleiri íslensk ævintýri. 1996. Sverrir Jakobsson (útg.). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Hlini kóngsson og Velvakandi og bræður hans. 1945. Reykjavík: Leiftur.
Ingólfur Jónsson. 1974. Þjóðlegar sagnir og ævintýri I–II. Hafnarfjörður: Skuggsjá.
Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar. 2014. Benedikt Jóhannesson og Jóhannes Benediktsson (útg.). Reykjavík: Heimur.
Íslenskt þjóðsagnasafn I–V. 2000. Ólafur Ragnarsson, Sverrir Jakobsson og Margrét Guðmundsdóttir (útg.). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. 2001. Sagan af Loðinbarða. Íslensk ævintýri. Reykjavík: Salka. [Endursögn]
Jón Árnason. 1862–64. Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I–II. Leipzig: J. C. Hinrichs. Endurpr. 1925–39.
Jón Árnason. 1954–61. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I–VI. Ný útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (útg.). Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga. Endurpr. 1980, 1993 og 2003.
Jón Kr. Ísfeld (útg.). 1978. Skoðað í skrínu Eiríks á Hesteyri. Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar.
Jón Thorarensen (útg.). 1971. Rauðskinna hin nýrri; þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhættir og annálar II. Reykjavík: Þjóðsaga.
Jón Þorkelsson. 1899. Þjóðsögur og munnmæli. Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
La rakonto pri Helga kaj siaj fratinoj. 1993. Kristján Eiríksson og Hilmar Bragason (þýð). La Tradukisto 14: 2–6.
Magnús Bjarnason frá Hnappavöllum. 1950. Þjóðsagnakver. Reykjavík: Jóhann Gunnar Ólafsson. Hlaðbúð (útg.).
Magnús Grímsson og Jón Árnason. 1945. Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Þulur og þjóðkvæði. Reykjavík: Bókaforlag Fagurskinna.
Magnús Rafnsson (útg.). 1996. Ægishjálmur. Þjóðsögur af Ströndum. Héraðsnefnd Strandasýslu.
Maurer, Konrad. 1860. Isländische Volkssagen der Gegenwart vorwiegend nach mündlicher Überlieferung gesammelt und verdeutscht. Leipzig: J. C. Hinrich’sche Buchhandlung.
Maurer, Konrad. 2015. Íslenskar þjóðsögur á okkar tímum: Leipzig 1860. Steinar Matthíasson (þýð.). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Oddur Björnsson. 1908. Þjóðtrú og þjóðsagnir. Akureyri: Jónas Jónasson (útg.). Bókaverzlun og prentsmiðja Odds Björnssonar.
Ólafur Davíðsson. 1895. Íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
Ólafur Davíðsson. 1935–39. Íslenzkar þjóðsögur I–II. Ný útg. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson (kostnaðarmaður). 2. útg. 1945 (I–III); 3. útg. 1978–1980 (I–IV), endurpr. 1987.
Pétur Benediktsson. 1964. Sagan af Loðinbarða. Reykjavík. [Skrásett af P.B.]
Poestion, Jos. Cal (þýð.). 1884. Isländische Märchen. Wien: Carl Gerolds Sohn.
Rittershaus, Adeline. 1902. Die neuisländischen Volksmärchen. Ein Betrag zur vergleichenden Märchenforschung. Halle a. S.: Niemeyer.
Rósa Þorsteinsdóttir. 2011. Sagan upp á hvern mann. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Sagan af Gýpu. 1992. Reykjavík: Forlagið.
Sagan af Helgu karlsdóttur: Ævintýri úr íslenzkum þjóðsögum. 1950. Sveinbjörn Guðmundsson (skrás.). Reykjavík: Hlaðbúð.
Sigfús Sigfússon. 1957. Íslenzkar þjóðsögur og sagnir XIII. Reykjavík: Víkingsútgáfan. Endurútgefið í X. bindi, 1991.
Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson (útg.). 1928–36. Gráskinna I–IV. Akureyri: Bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar. Ný, aukin útg.: 1962. Gráskinna hin meiri. Reykjavík: Þjóðsaga.
Skúli Gíslason. 1947. Sagnakver Skúla Gíslasonar. Sigurður Nordal (útg.). Reykjavík: Helgafell. 2. útg. 1984.
Syrpa: Frumsamdar, þýddar og endurprentaðar sögur og ævintýr og annað til skemtunar og fróðleiks. 1911–22. Winnipeg: Ólafur S. Thorgeirsson.
Þjóðsagnabókin III. 1980. Sigurður Nordal (útg.). Reykjavík: Almenna bókafélagið.
Þorsteinn Erlingsson. 1954. Þjóðsögur Þorsteins Erlíngssonar. Freysteinn Gunnarsson (útg.) Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
Þorsteinn M. Jónsson (útg.) 1929–50. Gríma I–XXV. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson.
Þorsteinn M. Jónsson (útg.). 1964–65. Gríma hin nýja: Safn þjóðlegra fræða íslenzkra. Reykjavík: Þjóðsaga. 2. prentun 1969, 3. prentun 1978.

Skammstafanir

EÓS: Einar Ól. Sveinsson. Verzeichnis Isländischer Märchenvarianten. FF Communications, No. 83. Academia Scientiarum Fennica. Helsinki, 1929.
HÖE 1999: Hallfreður Örn Eiríksson, sbr. heimildaskrá.
JÁ: Jón Árnason 1954–61, sbr. heimildaskrá.
MG og JÁ: Magnús Grímsson og Jón Árnason 1945, sbr. heimildaskrá.
Poestion: Josef Calasanz Poestion 1884, sbr. heimildaskrá.
Ritt.: Adeline Rittershaus 1902, sbr. heimildaskrá.
SÁM: Hljóðritað þjóðfræðasafn Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Volkss.: Konrad Maurer 1860, sbr. heimildaskrá.

Sýslur:

A-Barð.: Austur-Barðastrandasýsla
A-Hún.: Austur-Húnavatnssýsla
A-Skaft.: Austur-Skaftafellssýsla
Árn.: Árnessýsla
Borg.: Borgarfjarðarsýsla
Dal.: Dalasýsla
Eyf.: Eyjafjarðarsýsla
Gull-Kjós.: Gullbringu- og Kjósarsýsla
Gullbr.: Gullbringusýsla
Hnapp.: Hnappadalssýsla
Hún.: Húnavatnssýsla
Kjós.: Kjósarsýsla
N-Ís.: Norður-Ísafjarðarsýsla
N-Múl.: Norður-Múlasýsla
N-Þing.: Norður-Þingeyjarsýsla
Rang.: Rangárvallasýsla
S-Múl.: Suður-Múlasýsla
S-Þing.: Suður-Þingeyjarsýsla
Skag.: Skagafjarðarsýsla
Snæf.: Snæfellsnessýsla
Strand.: Strandasýsla
V-Hún.: Vestur-Húnavatnssýsla

Hverjir komu að verkinu

Upphaflega var skráning í gagnagrunninn hluti af verkefnavinnu í námskeiðinu Íslensk ævintýri og samfélag sem var kennt í þjóðfræði við Háskóla Íslands vorið 2004. Námskeiðið var kennt aftur vorið 2009, þar sem nemendur fóru yfir upplýsingar skrárinnar, gerðu athugasemdir og drög að nafnaskrá. Ýmsir nemendur í þjóðfræði hafa svo unnið áfram við skrána, bæði í tengslum við námskeiðið Rannsóknar- eða námskeiðsritgerð í þjóðfræði og fyrir aðstoðamannastyrk Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Meðal þeirra þjóðfræðinema sem hafa lagt verkefninu lið eru: Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir, Anna Björg Ingadóttir, Anna Kristín Ólafsdóttir, Ásdís Rut Guðmundsdóttir, Áslaug Heiður Cassata, Brynhildur Sveinsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Guðjón Þór Grétarsson, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Martina E. H. Pötzsch, Rósa Þorsteinsdóttir og Sigurlaug Jóna Hannesdóttir. Pétur Húni Björnsson og Trausti Dagsson gerðu grunninn aðgengilegan á netinu.

Ritstjóri ævintýragrunnisins og ábyrgðarmaður er Aðalheiður Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.


Ⓒ Aðalheiður Guðmundsdóttir, 2016.

Ábendingar

Vinsamlegast sendið ábendingar um villur eða annað sem mætti betur fara til ritstjóra: adalh@hi.is