Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnirA geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kortOpen map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Sagnir um útilegumenn

útilegumenn

Á þessu korti smá sjá dæmi um áhugaverðar niðurstöður úr verkefninu. Þarna sjást sögustaðir sagna um útilegumenn en þær eru þónokkrar frá síðari hluta 19. aldar. Það sem er áhugavert þarna er dreifingin á svæðinu frá Hrútafirði austur að Eyjafirði og svo upp á hálendið. Ástæðan fyrir þessu er að miklu leiti sú að fólk af Norðurlandi fór iðulega í skreiðarferðir og í verstöðvar á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá þurfti að fara yfir hálendið sem var að miklu leyti ókannaður staður og hættulegur og því spunnust upp margar sögur um undarlegt og varasamt fólk á þeim slóðum. Athyglisvert er líka að sjá nokkrar sagnir á annars vegar Hornströndum og hins vegar Langanesi.

Enn er ekki búið að kortleggja suðurlandið en þegar því verður lokið verður spennandi að sjá heilarmyndina.