Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnirA geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kortOpen map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Fjöldi einstaklinga og sagna eftir stöðum

Ég tók hluta gagnanna úr Sagnagrunni og setti yfir í kortavinnslukerfið CartoDB. CartoDB býður upp á ýmsa athyglisverða möguleika til að birta kortagögn.
Á eftirfarandi korti sjást þrjú lög: Þar má fyrst sjá heimili heimildamanna (bláir punktar) og ræðst stærð punktanna af því hversu margir bjuggu á hverjum stað. Næst koma sögustaðir (appelsínugulir punktar) og ræðst stærðin þar af því hversu margar sagnir gerast á hverjum stað. Síðasta lagið (grænir punktar) sýnir aftur heimili heimildamanna en nú ræðst stærðin af því hversu margar sagnir heimilisfólk sagðir.
Athugið að hægt er að fela einstök kortalög í valmynd yfir kortinu og hér er einnig hægt að sjá stærra kort.