Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnir
A geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kort / Open map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Kortlagningu miðar áfram

Nú er Snæfellsnesið að verða búið og þá eru 2.285 staðir komnir á kortið sem þó eru aðeins um 25% allra staðanna. Þó verður að hafa það í huga að þessi prósentutala gefur ekki alveg rétta mynd, samanber þessa færslu.

Google kortið sem ég nota býður upp á að sjá fjölda punkta á ákveðnu svæði með því að skipta kortinu upp í reiti og telja punktana innan þeirra. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig sögustaðir dreifast frá Norður-Þingeyjarsýslu vestur að Snæfellsnesi. Þegar búið verður að fara yfir alla sagnamenn og safnara í grunninum verður hægt að útbúa svipað kort sem mun þá sýna fjölda heimila þeirra.

sögustaðir