Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnir
A geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kort / Open map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Nábýli við Heklu

Á ímyndaðri ferð minni um Rangárvallasýslu komst ég ekki hjá því að sjá vísbendingar í örnefnum um erfitt nábýli við Heklu. Fjölmargir bæir í Landsveit vestan við fjallið eiga sér systkini með forskeytinu gamla eða gamli og eru þau gjarnan staðsett í hrauni ekki langt frá núverandi staðsetningu bæjarins. Þessi örnefni gefa þess vegna vísbendingu um að þar hafi bærinn staðið áður en hann lenti undir hrauni eða ösku. Sem dæmi um bæi sem eiga sér eldra systkini er til dæmis Galtalækur (Gamli-Galtalækur), Skarð (Gamla-Skarð), Skarðssel (Gamla-Skarðssel) og Vindás (Gamli-Vindás).

Bæir í nágrenni Heklu með forskeytið gamli- eða gamla-.

Einnig sjást á kortum heilu byggðirnar þar sem nú eru hraun og sandar. Í Hrauninu norðan við bæinn Keldur skammt frá Rangárvöllum er að finna nokkur örnefni sem gefa til kynna að þar hafi verið byggð. Þetta eru örnefni á borð við Keldnasel, Litliskógur, Tröllaskógur ásamt fleirum.

Kortlögð eyðibýli norðan við bæinn Keldur