Núna eru 1882 staðir komnir á kortið en það eru 19% allra staða í sagnagrunninum. Sú prósenta mun þó án efa breytast þar sem margar færslur innihalda í raun fleiri en einn stað auk þess sem margir einstakir staðir eru í raun sami staðurinn. Það sem verkefnið snýst að miklu leyti um á þessu stigi er að greiða úr gagnagrunninum svo að auðveldara verði að leita í honum. Í haust eða næsta vetur verður vonandi hægt að veita aðgang að frumgerð vef-viðmótsins en sem stendur verðið þið að láta ykkur nægja stöku kort sem unnin eru úr grunninum.
Hér sést til dæmis dreifing sagna um flakkara á því svæði sem hefur verið kortlagt. Sagnirnar eru að vísu ekki margar en þær eru til dæmis Af Einari prestlausa1, Einar blautabrúða2, Mývatns-Skotta4 og Sagnaþáttur af Hljóða-Bjarna3. Þarna sést strax að þær fylgja nokkuð beinni línu, fara ekki langt út á nes og skaga og fylgja þannig sennilegum algengum leiðum á 19. öld.
1 Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. 6 bindi. Rits. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961), IV, 239-240. MS: Lbs 417,39.
2 Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. 6 bindi. Rits. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961), IV, 239-240. MS: Lbs 417,39.
3 Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. 2 bindi (Leipzig: J. C. Hinrichs, 1862-1864), I, 371-372. Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. 6 bindi. Rits. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961), I, 353-354. MS: Lbs 536,64.
4 Sigfús Sigfússon, Íslenskar þjóðsögur og sagnir. 11. Bindi; 2. útgáfa. Rits. Óskar Halldórsson og fl. (Reykjavík: Þjóðsaga hf.,1982-1993), V, 263-269.