Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnir
A geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kort / Open map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Um verkefnið

Sagnagrunnurinn er skrá yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum okkar. Vinna við skráningu hófst árið 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell hjá Háskóla Íslands og fór þannig fram að nemendur og fleiri þátttakendur lásu í gegnum þjóðsagnasöfnin og skráðu niður upplýsingar um sagnirnar í þeim. Þær upplýsingar voru meðal annars efnisorð, tilvísun í þau rit sem geymdu sagnirnar, sögustaðir og nöfn og heimili heimildarmanna.

Þetta verkefni heldur áfram með það efni sem safnaðist upp. Hér er ætlunin að miðla upplýsingum um kortlagningu á öllum stöðum sem finnast í sagnagrunninum. Þegar því verkefni verður lokið verður hægt að bera saman dreifingu sagna eftir landshlutum, efnisorðum og söfnurum. Ætlunin er að í framtíðinni verði sagnagrunnurinn öflugt rannsóknartæki fyrir þjóðsagnarannsóknir og aðrar rannsóknir á mannlífi og heimsmynd 19. aldar og byrjun síðustu aldar.

Flokkunarkerfi

Verið er að flokka gerðir sagnanna samkvæmt mismunandi kerfi: ML (Migratory Legends:Reidar Christiansen); MI (Motif Index: Stith Thompson); TMI (Types and Motif Index: Finland).
Séríslenskar sagnatýpur og minni sem á eftir að flokka samkvæmt alþjóðlegu kerfi flokkast sem IML (Icelandic Migratory Legends).

Efni (bækur)

Efnið sem hefur verið skráð 1999-2002:

  •   Arngrímur Fr. Bjarnasson. Vestfirzkar þjóðsögur I-III  (Ísafjörður 1909; Reykjavík,1954; 1959) (Guðrún Alda Gísladóttir; Oddný Magnúsdóttir)
  •    Einar Guðmundsson, Íslenskar þjóðsögur I-IV (Reykjavík, 1932) (Freyja Hlíðkvist Ómardóttir;Sigríður Þorgeirsdóttir; Þordís Edda Guðjónsdóttir)
  •    Guðni Jónsson Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur I-XII (Bryndís Reynisdóttir; Júlíana Magnúsdóttir
  •    Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson, Pálmi Pálsson og ValdimarÁsmundsson, Huld (önnur útgáfa) I (Reykjavík,1935) (fyrsta útgáfa 1890-98 (Júlíana Magnúsdóttir; Freyja Hlíðkvist Ómardóttir;
  •    Helgi Guðmundsson, Vestfirskar sagnir, I (1933-1937), III (1946) (Hrefna Bjartmarsdóttir; Oddný Magnúsdóttir; Sigrún Lilja Einarsdóttir)
  •    Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954-1961), I-VI (Anna Thorlacius; Júlíana Magnúsdóttir; Kristinn Schram; Katla Kjartansdóttir; Kristín Einarsdóttir; Rakel Pálsdóttir; Terry Gunnell; Þordís Edda Guðjónsdóttir; Valgerður Guðmundsóttir)
  •   Jón Thorarensen (rits.) 1929-1962, Rauðskinna hin nýrri, I-II, 58 (Sigrún Guðnadóttir; Sigríður Bjarnadóttir; Júlíana Magnúsdóttir)
  •  Jón Þorláksson, Þjóðsögur og munnmæli (Reykjavík, 1956) (Valgerður Guðmundsdóttir)
  •    Ólafur Davíðsson, Þjóðsögur I-IV rits. Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar (Þordís EddaGuðjónsdóttir)
  •    Oddur Björnsson, Þjóðtrú og þjóðsagnir (Akureyri, 1977) (Bryndís Reynisdóttir; Dagný Indríðadóttir; Júlíana Magnúsdóttir)
  •    Sigfús Sigfússon, Íslenskar þjóðsögur og sagnir, ný útgáfa, rits. Óskar Halldórsson og fl. (1982-1993), I -V (Sigrún Kristjánsdóttir; Björk Bjarnadóttir; Hrefna Bjartmarsdóttir; Elsa Gísladóttir; BryndísReynisdóttir
  •    Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson, Gráskinna hin meiri (Reykjavík 1962), I-II (Þordís EddaGuðjónsdóttir; Bryndís Reynisdóttir; Júlíana Magnúsdóttir)
  •    Torfhildur Holm, Þjóðsögur og sagnir. Almenna bókafélagið, [Reykjavík] 1962, bls. 167- (Sigríður Bjarnadóttir; Valgerður Guðmundsdóttir; Helga Einarsdóttir; Júlíana Magnúsdóttir; Freyja Hlíðkvist Ómardóttir; Þordís Edda Guðjónsdóttir)
  •    Þorsteinn Erlingsson, Þjóðsögur Þorsteins Erlingsonar (Reykjavík, 1954) (Bryndís Reynisdóttir)
  •    Þorsteinn Jónsson, Gríma hin nýja (1964-1965), I-X (Helga Einardóttir; Oddný Magnúsdóttir)

Skráningamenn og ráðgjafar

Anna Thorlacius; Björk Bjarnadóttir; Prof. Bo Almqvist; Bryndís Reynisdóttir; Dagný Indríðadóttir; Elsa Gísladóttir; Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir; Guðrún Alda Gísladóttir; Helga Einarsdóttir; Hrefna Bjartmarsdóttir; Júlíana Magnúsdóttir; Katla Kjartansdóttir; Kristín Einarsdóttir; Kristinn Schram; Sigríður Þorgeirsdóttir; Sigrún Lilja Einarsdóttir; Oddný Magnúsdóttir; Rakel Pálsdóttir; Rósa Þorsteinsdóttir; Sigríður Bjarnadóttir; Sigrún Guðnadóttir; Sigrún Kristjánsdóttir; Terry Gunnell; Valgerður Guðmundsdóttir; Þordís Edda Guðjónsdóttir.