Eitt af því sem þarf að skoða við kortlagningu á þjóðsögunum er fjöldi þeirra þjóðsagnasafna sem í grunninum eru og hvenær þessum sögnum var safnað. Söfnin eru alls 19 en þau eru ansi misjöfn að stærð og umfangi. Safn Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri inniheldur til dæmis 2.683 sagnir, safn Sigfúsar Sigfússonar, Íslenskar þjóðsögur og sagnir inniheldur 1.651 sögn og safn Ólafs Davíðssonar, Íslenskar þjóðsögur inniheldur 1.118. Einnig eru þarna smærri söfn eins og safn Helga Guðmundssonar, Vestfirzkar sagnir sem inniheldur 404 sagnir og safn Arngríms Fr. Bjarnasonar, Vestfirzkar þjóðsögur sem inniheldur 240.
Það má deila um það hvort rétt sé að stilla öllum sögnunum úr þessum söfnum saman á korti þar. Ástæður fyrir því eru nokkrar. Sögnunum var tildæmis safnað á mismunandi tímum, Jón Árnason byrjaði upp úr miðri 19. öld en Sigfús Sigfússon safnaði til dæmis nær aldamótunum 1900. Loks var þónokkru safnað á 20. öldinni. Kortlagningin er því í raun þrívíð. Eins voru mismunandi áherslur safnara og áhugasvið. Heimildamenn þeirra voru úr mismunandi stéttum og kynjahlutfall mjög misjafnt. Einnig einbeittu safnararnir sér að mismunandi landssvæði, sumir söfnuðu af landinu öllu á meðan aðrir héldi sig við afmörkuð svæði eins og Sigfús Sigfússon á austurlandi og Arngrímur Fr. Bjarnason og Helgi Guðmundsson á vesfjörðum.
Hér fyrir neðan sjást nokkur dæmi um ólíka sagnastaðir mismunandi þjóðsagnasafna.